Um GR8

GR8.is sérhæfir sig í vefsíðugerð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, sem og einstaklinga og aðra sem vilja fá einfaldar og notendavænar vefsíður og/eða vefverslanir á hagstæðustum kjörum.

Einnig bjóðum við upp á öfluga og örugga vefsíðuhýsingu og netfangaþjónustu á hagstæðu verði fyrir þitt verkefni.

Við setjum upp fyrir þig vefsíðu með eða án vefverslunar í gegnum WordPress, en bjóðum einnig upp á þjónustu fyrir Shopify, Opencart og fl.

GR8 er deild innan fyrirtækisins Icevape ehf. sem er í eigu Hjalta Ásgeirssonar.

Hjalti hefur verið í vefsíðu og vefverslanagerð fyrir bæði sín eigin verkefni sem og einstaka önnur verkefni inn á milli fyrir aðra, síðan árið 2010.

Ákvörðun um að opna sér deild innan fyrirtækisins fyrir vefsíðugerð var tekin í mars 2021 eftir að fyrirspurnir þess efnis fóru að berast.

Óhætt er að segja að strax varð góð aðsókn í þessa þjónustu.

Símanúmer

419-2304
Á skrifstofutíma
Virkir dagar 09:00 - 15:30

Staðsetning

Njarðarnes 6
603 Akureyri
Ísland

Rekstur

Icevape ehf. - GR8.is
KT: 591016-0160
VSK: 126211

Vörumerkið okkar (logo)

Vörumerkið okkar var hannað af Hjalta í samvinnu við systur hans, hana Iðunni Ásgeirsdóttur.
Vefurinn vísar í vefhönnun, vefhýsingu og almenna vefsíðuþjónustu og var notast við minimalískt letur í texta.
GR8 er víðsvegar á vefnum notað sem stytting á enska orðið Great sem þýðist yfir í Frábær(t) á Íslensku.